Barist um sæti Vinstri-grænna 30. maí 2005 00:01 Búist er við því að fleiri en núverandi borgarfulltrúar Vinstri-grænna í Reykjavík munu blanda sér í slaginn ef flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir geta því átt von á að keppt verði um sæti þeirra ef þau ákveða að gefa kost á sér að nýju. Meðal þeirra sem nefnd hafa verið eru þau Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri-grænna í Reykjavík og Grímur Atlason, stjórnarmaður Vinstri-grænna í Reykjavík. "Stjórn félagsins hefur ákveðið að það fari fram forval við val á fulltrúum á framboðalistann og það er óháð því hvort að af samstarfinu við R-listann verður eða ekki. En slíkt á eftir að leggja fyrir félagsfund," segir Þorleifur Gunnarsson, varaformaður Vinstri-grænna í Reykjavík. Hann segir að ef um prófkjör verði að ræða verði það lokað prófkjör og þannig aðeins fyrir flokksmenn en slíkt eigi eftir að útfæra nánar. Viðræðunefnd R-listaflokkanna fundar í dag en enn er ekki ljóst hvort Vinstri-grænir muni taka þátt í R-lista samstarfinu. Vitað er að óformleg tillaga Framsóknar um að hver hinna þriggja flokka fái tvo fulltrúa á listann og fyrsta og áttunda sætið verði valið með öðrum hætti, hefur skapað umræðu sem leggst misvel í flokkana. Vinstri-grænir eru sagðir geta sæst á slíka tillögu en vilja fá annað úr býtum ef borgarstjóraefni listans verður frambjóðandi úr röðum Samfylkingarinnar og áttunda sætið framsóknarmaður. Meðal þess sem lauslega hefur verið nefnt er að bjóða Vinstri-grænum forystuhlutverk í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem erfitt geti verið fyrir Framsóknarflokkinn að halda forystunni í Orkuveitunni vegna harðrar andstöðu Vinstri-grænna við orkusölu fyrirtækisins til stóriðju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Búist er við því að fleiri en núverandi borgarfulltrúar Vinstri-grænna í Reykjavík munu blanda sér í slaginn ef flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir geta því átt von á að keppt verði um sæti þeirra ef þau ákveða að gefa kost á sér að nýju. Meðal þeirra sem nefnd hafa verið eru þau Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri-grænna í Reykjavík og Grímur Atlason, stjórnarmaður Vinstri-grænna í Reykjavík. "Stjórn félagsins hefur ákveðið að það fari fram forval við val á fulltrúum á framboðalistann og það er óháð því hvort að af samstarfinu við R-listann verður eða ekki. En slíkt á eftir að leggja fyrir félagsfund," segir Þorleifur Gunnarsson, varaformaður Vinstri-grænna í Reykjavík. Hann segir að ef um prófkjör verði að ræða verði það lokað prófkjör og þannig aðeins fyrir flokksmenn en slíkt eigi eftir að útfæra nánar. Viðræðunefnd R-listaflokkanna fundar í dag en enn er ekki ljóst hvort Vinstri-grænir muni taka þátt í R-lista samstarfinu. Vitað er að óformleg tillaga Framsóknar um að hver hinna þriggja flokka fái tvo fulltrúa á listann og fyrsta og áttunda sætið verði valið með öðrum hætti, hefur skapað umræðu sem leggst misvel í flokkana. Vinstri-grænir eru sagðir geta sæst á slíka tillögu en vilja fá annað úr býtum ef borgarstjóraefni listans verður frambjóðandi úr röðum Samfylkingarinnar og áttunda sætið framsóknarmaður. Meðal þess sem lauslega hefur verið nefnt er að bjóða Vinstri-grænum forystuhlutverk í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem erfitt geti verið fyrir Framsóknarflokkinn að halda forystunni í Orkuveitunni vegna harðrar andstöðu Vinstri-grænna við orkusölu fyrirtækisins til stóriðju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira