Innlent

Breytingar á ríkisstjórninni

Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn. Úrslit kosninganna, þar sem 55% Frakka höfnuðu stjórnarskrá ESB, eru talin mikið áfall fyrir Jacques Chirac Frakklandsforseta sem fyrir kosningarnar biðlaði mjög til landa sinna að samþykkja stjórnarskrána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×