Innlent

Fagnar frestun ráðherra

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. "Þær tillögur sem fram voru komnar voru algerlega óviðunandi. Ég styð markmiðið um að stytta námstímann, en ekki með því að skerða innihald stúdentsprófsins og rýra gildi þess. Samþætting skólastiganna er algert grundvallaratriði styttingar námstíma og þar er ölll heimavinna óunnin af hálfu ráðherra. Komi ráðherrann aftur fram með nýjar tillögur þá hlýtur hún að hlusta á þær hörðu gagnrýnisraddir sem fram hafa komið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×