Innlent

Máluðu Vík rauða

Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram. Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í kringum mótið. Á laugardeginum var lagt hald á töluvert magn af fíkniefnum, þrjú grömm af amfetamíni, ellefu grömm af kókaíni, fjögur og hálft gramm af marijúana og ellefu e-töflur. Sjö einstaklingar voru handteknir en þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Eitthvað var um pústra á laugardagskvöld þegar mótinu var slitið en enginn kærður fyrir líkamsárás. Í gærmorgun var svo tilkynnt um innbrot, lögreglan stóð þjófana að verki og handtók fjóra. Að sögn Björns Hjörleifssonar, varðstjóra lögreglunnar í Vík, hafði lögreglan yfirdrifið nóg að gera. Bæjarbúar eyddu sunnudeginum í að þrífa en Björn sagði umgengnina ekki vera mótorkrossmönnum til mikils sóma. Heimferð þeirra gekk að mestu vel en þó sagði Björn að lögregla hefði stöðvað ökumann á 166 kílómetra hraða. Sá hefði ekki verið fyrr kominn með sektina í veskið en hann var stöðvaður aftur, þá á 122 km hraða. Má hann búast við þriggja mánaða ökusviptingu og hárri fjársekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×