Innlent

Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar. Einn var þó handtekinn og gisti hann í fangageymslum lögreglunnar í nótt og verður yfirheyrður nú í morgunsárið þegar mesta víman er runnin af honum. Þá voru nokkrir stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í höfuðborginni í nótt en allir fengu þó að fara heim að loknum yfirheyrslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×