Ákærður fyrir að rassskella konu 27. maí 2005 00:01 Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira