Innlent

Ríkið dæmt til bótagreiðslna

Íslenska ríkinu var gert að greiða fyrrverandi starfsmanni á sambýli fatlaðra á Blönduósi 800 þúsund krónur vegna ólöglegrar uppsagnar. Hann hafði starfað á sambýlinu frá ágúst 1996 til október 1998 þegar honum var sagt upp. Í dómnum kemur fram að rök fyrir uppsögninni hafi verið ófullnægjandi, og því ekki lögmætt að segja starfsmanninum upp á þessum tímapunkti. Krafa stefnanda, sem fór fram á að ríkið greiddi honum rúmlega 26 milljónir, var ekki samþykkt og þóttu 800 þúsund krónur hæfilegar bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×