Innlent

Lögbrjótar í þúsundavís

Vel yfir fjögur þúsund ökumenn óku hraðar en á 110 kílómetra hraða um Ártúnsbrekkuna í vikunni samkvæmt mælum Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar en það er 40 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. Ekkert virðist hafa breyst hvað þetta varðar síðan Fréttablaðið skýrði frá því fyrir tæpu ári síðan að vel yfir helmingur allra ökumanna sem um Ártúnsbrekkuna fara aka hraðar en lög leyfa og margir vel yfir hundrað kílómetra hraða. Lögregluyfirvöld báru þá við að ekki væri komið til móts við óskir hennar um hert eftirlit og gat enginn hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík staðfest að eitthvað hefði breyst í millitíðinni. Lögreglumenn séu reglulega við eftirlit á svæðinu en það dugi skammt. Þess má geta að almennar starfsreglur hjá lögreglunni eru að sekta ekki ökumenn nema að viðkomandi fari fimmtán til tuttugu kílómetra fram yfir hámarkshraða. Í því ljósi hefði verið hægt að sekta 60 þúsund ökumenn í liðinni viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×