Múgæsing í Keflavík 26. maí 2005 00:01 Múgæsing hefur, að mati lögreglunnar, gripið um sig í Keflavík vegna tilrauna manns til að lokka börn upp í bíl til sín. Lögreglan mun hugsanlega standa vakt fyrir utan grunnskóla í Reykjanesbæ næstu daga. Á síðustu viku hefur tvisvar sinnum verið reynt að lokka drengi í fyrsta bekk upp í bíla utan við grunnskóla í bænum og var þeim meðal annars boðið sælgæti. Lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins og fólk er hrætt. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, hvetur fólk til að halda ró sinni og leyfa lögreglu að rannsaka málið en taka ekki málið í sínar hendur. Í Holtaskóla var reynt að lokka ungan dreng upp í bíl í síðustu viku og það var brugðist hart við af hálfu skólayfirvalda. Jóhann Geirdal aðstoðarskólastjóri segir að þau hafi fyrst frétt af þessu frá móður drengsins og strax látið lögreglu vita. Einnig hafi þau beðið kennara um að ræða málið við nemendur sína, sérstaka á yngri stigum, til að byrgja brunninn. Lögreglan í Keflavík vinnur áfram að rannsókn málsins en árið 2002 kom upp mál í Sandgerði þar sem tólf ára stúlka var lokkuð upp í rauðan fólksbíl og hún misnotuð. Sá maður hlaut dóm. Samkvæmt lýsingum drengjanna í Keflavík er bíll mannsins sem reyndi að lokka þá upp rauður og einnig bíllinn sem stúlkan úr Kópavogi var flutt nauðug með að Skálafellsafleggjara í vetur. Hvort tenging er þar á milli er ekki vitað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Múgæsing hefur, að mati lögreglunnar, gripið um sig í Keflavík vegna tilrauna manns til að lokka börn upp í bíl til sín. Lögreglan mun hugsanlega standa vakt fyrir utan grunnskóla í Reykjanesbæ næstu daga. Á síðustu viku hefur tvisvar sinnum verið reynt að lokka drengi í fyrsta bekk upp í bíla utan við grunnskóla í bænum og var þeim meðal annars boðið sælgæti. Lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins og fólk er hrætt. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, hvetur fólk til að halda ró sinni og leyfa lögreglu að rannsaka málið en taka ekki málið í sínar hendur. Í Holtaskóla var reynt að lokka ungan dreng upp í bíl í síðustu viku og það var brugðist hart við af hálfu skólayfirvalda. Jóhann Geirdal aðstoðarskólastjóri segir að þau hafi fyrst frétt af þessu frá móður drengsins og strax látið lögreglu vita. Einnig hafi þau beðið kennara um að ræða málið við nemendur sína, sérstaka á yngri stigum, til að byrgja brunninn. Lögreglan í Keflavík vinnur áfram að rannsókn málsins en árið 2002 kom upp mál í Sandgerði þar sem tólf ára stúlka var lokkuð upp í rauðan fólksbíl og hún misnotuð. Sá maður hlaut dóm. Samkvæmt lýsingum drengjanna í Keflavík er bíll mannsins sem reyndi að lokka þá upp rauður og einnig bíllinn sem stúlkan úr Kópavogi var flutt nauðug með að Skálafellsafleggjara í vetur. Hvort tenging er þar á milli er ekki vitað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira