Innlent

Löglega staðið að uppsögn

Leikfélag Akureyrar var í gær sýknað af kröfum Aðalsteins Bergdal, leikara, sem gert hafði kröfur um skaðabætur vegna uppsagnar sinnar en honum var sagt upp störfum eftir að hafa neitað samvisku sinnar vegna að taka þátt í uppsetningu leikrits. Leikritið umrædda fjallaði á gamansaman hátt um jafnréttismál en á sama tíma stóð leikhúsið í málaferlum vegna jafnréttismála og taldi Aðalsteinn sig ekki geta með góðu móti tekið þátt í slíkri uppsetningu. Var honum tilkynnt uppsögn í kjölfarið á þeirri ákvörðun sem Aðalsteinn síðar gerði athugasemdir við og taldi vera ólögmæta. Dómurinn reyndist honum ekki sammála. Farið hefði verið að öllu eftir lögum og reglum og var því kröfu hans um rúmlega milljón króna greiðslu sem Aðalsteinn taldi sig eiga inni hjá leikfélaginu hafnað. Ekki náðist í Aðalstein eftir að dómur féll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×