Hafði gaman af unglingavinnunni 24. maí 2005 00:01 Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði." Atvinna Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði."
Atvinna Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira