Hafði gaman af unglingavinnunni 24. maí 2005 00:01 Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði." Atvinna Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði."
Atvinna Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira