Innlent

Olíufélögin fá á baukinn

Stóru olíufélögin þrjú fá á baukinn í könnun sem tveir nemendur Háskólans í Reykjavík gerðu um ímynd fyrirtækja. Olíufélögin reyndust með afar slæma ímynd. Nemendurnir kenna samráði félaganna þar um. Í ritgerðinni er fjallað um ímynd fyrirtækja í átta geirum atvinnulífsins. Verðmæti vörumerkjanna var rannsakað og athugað hvað liggur að baki viðhorfi fólks á þeim. Merkilegasta niðurstaða rannsóknarinnar var sú að jákvæð ímynd stóru olíufélaganna er mjög lítil. Jákvæð ímynd Skeljungs var minnst meðal svarenda eða tæpt 1,7 prósent, þá Esso með rúmlega 3,5 prósent og Olís með 5 prósent. Jákvæð ímynd Atlantsolíu var hinsvegar mun hærri, eða um 44 prósent. Nemendurnir, Inga María Ottósdóttir og Lára Inga Sigmundsdóttir, hafa kynnt skýrsluna fyrir forsvarsmönnum stóru olíufélaganna með tölvupósti en ekki fengið bein viðbrögð við niðurstöðunum. Rannsóknin byggist á skriflegum svörum 160 einstaklinga og skýrsluhöfundar segja ímynd fyrirtækja skipta miklu máli. Þeir segjast vona að forsvarsmenn stóru olíufélaganna reyni að gera þarna bragarbót á



Fleiri fréttir

Sjá meira


×