Egill á nú Silfur Egils 22. maí 2005 00:01 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun