Egill á nú Silfur Egils 22. maí 2005 00:01 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga.