Innlent

Erill hjá lögreglu í nótt

Það voru víða Evróvisjón-partý í nótt og töluvert að gera í lögregluumdæmum í kringum landið vegna hávaðaútkalla. Lögreglan í Reykjavík var kölluð nokkuð oft út vegna hávaða í heimahúsum sem víða stóð fram yfir miðnætti. Þrettán ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík í gærkvöldi og nótt grunaðir um ölvun við akstur. Fimm gistu fangageymslur, tveir vegna ölvunaraksturs og þrír vegna ölvunar. Á Akureyri voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um vímuakstur, þ.e. þeir eru grunaðir um að vera undir áhrifum lyfja eða vímuefna. Talsvert var að gera hjá lögreglunni, enda þónokkur fjöldi fólks samankominn í miðbænum og nokkuð um útköll í heimahús. Á Ísafirði leitaði einn aðili til lögreglu vegna líkamsárásar. Hann hafði verið sleginn í andlit og þurfti að suma þrjú spor. Hann mun að öllum líkindum leita til lögreglunnar í dag og kæra árásina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×