Innlent

Ágúst Ólafur varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sigraði í varaformannskjöri flokksins í gær. 839 landsfundarfulltrúar kusu. Þar af hlaut Ágúst Ólafur 519 atkvæði, um 62 prósent. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hlaut 297 atkvæði, liðlega 36 prósent. Heimir Már Pétursson bauð sig einnig fram en hann uppskar einungis 10 atkvæði. "Ég tel að flokkurinn hafi sýnt djörfung og þor og ég er ykkur afskaplega þakklátur fyrir þessa útkomu," sagði Ágúst Ólafur í ávarpi sínu þegar úrslit voru kunn og þakkaði landsfundarfulltrúum stuðninginn. Mörgum sem blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við á landsfundinum þótti stuðningsmenn Ágústs Ólafs hafa gengið langt í smölun meðal ungliða og þátttaka þeirra í atkvæðagreiðslunni óeðlileg. "Svona sögur fara alltaf af stað," segir Ágúst. "Úrslitin sýna að stuðningurinn við mig var breiður og víðtækur. Það er mikill áhugi á landsfundinum og ekkert óeðlilegt við það. Það voru þúsundir sem skráðu sig í flokkinn fyrir formannskjörið," sagði Ágúst Ólafur í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×