Innlent

Gæsluvarðhald vegna bílainnbrota

Kona og karlmaður voru úrskurðuðí gæsluvarðhald í eina viku vegna innbrota í bíla í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Parið er grunað um að hafa brotist inn í um 30 bíla upp á síðkastið. Þau voru staðin að verki við Rauðavatn í gær og í bifreið þeirra fundust 15 til 20 geislaspilarar og útvarpstæki úr bílum. Sautján ára ökumaður á Selfossi var í nótt stöðvaður á 162 kílómetra hraða rétt austan við Selfoss þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Pilturinn fékk ökuréttindi í síðasta mánuði. Þá lauk ökuferð 16 ára unglings úr Hveragerði á bíl foreldra sinna með því að hann stórskemmdi bílinn en unglingurinn hafði tekið bílinn í leyfisleysi. Lögreglan á Selfossi kærði tíu ökumenn í nótt vegna hraðaksturs. Fremur rólegt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og var lítið af fólki í miðbænum. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af unglingum sem voru að fagna próflokum nokkuð víða í nótt, og þó sérstaklega í austurborginni. Þá fengu þrír góðkunningjar lögreglunnar að gista fangageymslur í kuldanum í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×