Dómstólar eiga síðasta orðið 20. maí 2005 00:01 "Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
"Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira