Innlent

Fjárdráttarmál hjá söfnuði í Ósló

Tveir starfsmenn íslenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjádráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. Maðurinn kvað hafa verið ráðinn tímabundið til starfa fyrir söfnuðinn í haust sem leið, en meðal verkefna var að greiða reikninga. Því hafði hann aðgang að sjóðum safnaðarins og dró sér alls um 560.000 norskar krónur, andvirði nærri sex milljóna íslenskra. Maðurinn játaði á sig brotið en er fjárdrátturinn komst upp sögðu gjaldkeri og formaður safnaðarins af sér. Málinu var vísað til lögreglunnar í Ósló.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×