Afmælis kosningaréttar minnst 20. maí 2005 00:01 „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira