Æðra stjórnvald stjórni ekki 20. maí 2005 00:01 Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira
Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira