Karlar fá margfalt fleiri punkta 20. maí 2005 00:01 Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira