Innlent

Vill ekki rannsókn á atburðunum

Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn. Tölur um mannfall eru mjög á reiki. Að sögn yfirvalda í Úsbekistan létust 169 manns í átökunum en að sögn heimildarmanna innan hersins voru fimm hundruð mótmælendur skotnir til bana á föstudeginum einum saman og ýmis mannréttindasamtök segja að alls hafi meira en þúsund manns fallið í landinu. Enn streyma flóttamenn yfir landamærin til Kirgistan. Margir þeirra hafa sótt um tímabundið hæli í landinu og hefur flestum þeirra þegar verið veitt tíu daga dvalarleyfi sem mögulega verður svo framlengt ef þess gerist þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×