Innlent

Helmingsþátttaka í formannskjöri

Kosningu í formannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. Ríflega tuttugu þúsund kjörseðlar voru sendir til flokksmanna á sínum tíma og benda bráðabirgðaniðurstöður því til að um helmingur atkvæðisbærra manna hafi tekið þátt í kjörinu. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagðist ekki hafa forsendur til að meta hvort þátttakan hafi verið góð eða slæm þar sem sambærileg kosning hefur ekki farið fram áður. Hins vegar var hann ánægður með framkvæmdina. "Ég held að þessi kosning hafi verið bæði flokknum og frambjóðendunum til sóma." Úrslitin verða svo tilkynnt á á hádegi á laugardaginn á landsfundi Samfylkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×