Innlent

Fékk ekki bætur vegna ökklabrots

Ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu konu sem datt og ökklabrotnaði á göngustíg við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í janúar árið 2000. Krafðist konan tæplega 2,4 milljóna króna fyrir sjúkrakostnað og þjáninga-, miska-, og örorkubætur, en læknir mat varanlegan miska konunnar 15% og varanlega fjárhagslega örorku hennar 7%. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að miðað við veðurfar á vetrum á Íslandi verði vegfarendur að reikna með að lenda í hálku í janúar og því sé ríkið ekki bótaskylt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×