Húsvíkingar vongóðir um álver 18. maí 2005 00:01 Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira