Á von á meira lýðræði í Kína 18. maí 2005 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira