Innlent

Deilt um fjögur 19. aldar hús

Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. Fulltrúar D-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Dagur B. Eggertsson, formaður skipsulagsráðs, segir rangt hjá Ólafi að heimildir hafi verið gefnar út um að rífa megi húsin en Ólafur segir það útúrsnúning hjá Degi þar sem fyrir liggi skjalfest niðurrifsáform.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×