Innlent

Segir kínverska ráðamenn hræsnara

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. Þar segir Einar einnig: „Á sama tíma og kínverskir ráðamenn hella skrúðmælgi sinni yfir Ólaf Ragnar Grímsson, miða þeir hundruðum skotflauga á Taiwan, friðsælt nágrannaríki sitt og hóta jafnvel innrás.“ Einar bendir á að Taívanar séu Íslendingum jafn mikilvæg viðskiptaþjóð og Kína og telur að íslenskt viðskiptalíf ætti frekar að beina athygli sinni þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×