Innlent

Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki

Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði Phu Tien Nguyen í tveggja mánaða gæsluvarðhald vegna málsins. Engar skýrslur voru teknar af honum í gær og að sögn Sigmundar liggur ekki enn ljóst fyrir hvenær búast má við frekari skýrslutökum, það gæti allt eins ekki orðið fyrr en eftir helgi. Phu Tien hefur ekki enn játað verknaðinn og fær því í raun ekki tækifæri til þess fyrr en að næstu skýrslutöku kemur. Hann er vistaður á Litla-Hrauni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×