Innlent

Berjast um varaformannsstólinn

Lúðvík segir að miklu máli skipti fyrir Samfylkinguna að forystan endurspegli þá breidd sem flokkurinn verði að hafa. "Eftir að hafa starfað sem lögfræðingur, setið á Alþingi í áratug auk þess að gegna starfi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum, tel ég mig hafa öðlast þá reynslu og þekkingu að geta lagt Samfylkingunni lið svo hún fái náð því markmiði sem að er stefnt." Lúðvík kveðst ekki taka afstöðu í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Ég fer fram á eigin vegum og engin sérstök tengsl eru á milli framboðs míns og átaka um formannssætið. "Ég hef unnið ágætlega með Össuri Skarphéðinssyni í formannstíð hans og treysti mér vel til þess að vinna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur," segir Lúðvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×