Vill reisa álver á Norðurlandi 17. maí 2005 00:01 Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira