Horfði á föður sinn stunginn 16. maí 2005 00:01 Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira
Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Sjá meira