Innlent

Héngu aftan í strætó á línuskautum

Tveir ungir drengir héngu hjálmlausir á línuskautum aftan í strætisvagni í Skerjafirði í gær. Eigendur verslunarinnar Skerjavers urðu þessa varir og létu skólayfirvöld í Melaskóla vita. Stefán Halldórsson, sem starfað hefur sem sjúkraflutningamaður til margra ára, lét skólayfirvöld vita því honum og konu hans var báðum illa brugðið við þetta uppátæki. Stefán segir að konunni hans hafi verið litið út um gluggann á á versluninni og þá hafi hún séð tvo drengi hanga aftan í strætisvagni á línuskautum. Drengirnir tveir eru um ellefu ára gamlir og segir Stefán ekkert mál fyrir krakkana að ná taki á vögnunum þegar hægt er á þeim í beygjum. Hann vill benda foreldrum á að ræða þessi mál við börn sín og brýna fyrir þeim hversu hættulegt þetta er. Hann segir ekki víst að strætisvagnabílstjórar taki eftir því ef krakkar reyni að hanga í vagninum enda eru um stór og mikil ökutæki að ræða. Það megi ekkert út af bregða. Krakkarnir sjái ekkert niður fyrir sig og ef einhver ójafna sé á veginum endi þeir á andlitinu. Eins geti þeir misst takið og lent framan á bíl sem komi móti strætisvagninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×