Innlent

Aftur fjallað um meintan fjárdrátt

Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hæstiréttur ómerkti í byrjun maí fyrri dóm héraðsdóms þar sem Jón Árni var fundinn sekur um skjalafals og fjársvik. Hæstiréttur tók ekki afstöðu til sektar Jóns Árna, sem sakaður er um að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér um 28 milljónir króna í starfi sínu sem skólastjóri Rafiðnaðar- og Viðskipta- og tölvuskólans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×