Innlent

Tekinn á 173 í Ártúnsbrekku

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 18 ára ökumann á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku klukkan að ganga tólf í gærkvöldi. Í brekkunni er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Að sögn varðstjóra eru menn gjarnan sviptir ökuleyfi á staðnum við mjög gróf umferðarbrot og taldi hann ekki ólíklegt að svo hefði verið í þessu tilviki, enda ungi maðurinn yfir tvöföldum hámarkshraða. Aðfararnótt föstudags var að öðru leyti róleg í Reykjavík sagði lögregla og lítið að gerast fram eftir föstudegi þótt hann bæri upp á þrettánda dag mánaðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×