Innlent

Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum. Ekki sé hægt að áfrýja dómnum til sakfellingar. Málflutningurinn verði að byggja á því að lagatúlkanir héraðsdóms sé rangur eða vísa dómnum aftur heim í hérað. Hann segir að það sé með ólíkindum hvernig málið með öðrum erlendum starfsmönnum var afgreitt á Selfossi í vetur. "Þessi dómur fyrir austan er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið á Selfossi. Ákæruvaldinu ber skylda til að halda til haga öllum sjónarmiðum, hvort sem þau eru til þess fallin að valda sýknu eða sakfellingu," segir hann. "Í stað þess var málið keyrt áfram, ákært og kveðinn upp dómur. Á Austurlandi var málið rannsakað til hlítar. Á Suðurlandi var játning fengin frá mönnunum sem vissu ekkert hvað þeir voru að játa. Þar var ekki tekin skýrsla af öllum aðilum málsins," segir Sveinn Andri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×