Máli Gunnars Arnar vísað frá dómi 12. maí 2005 00:01 Hæstiréttur taldi slíka annmarka á rannsókn lögreglu á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur að ekki væri stætt á öðru en að vísa málinu frá dómi. Þá segir dómurinn verknaðarlýsingu í ákærunni á hendur Gunnari vera verulegum annmörkum háða. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórrson, fyrrum framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í júlí í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47, 6 milljóna króna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í nóvember Gunnar Örn. Þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Hæstiréttur segir ófært að leggja mat á hvort Gunnar hafi gætt góðrar endurskoðunarvenju í störfum sínum fyrir Tryggingasjóðinn án þess að liggi fyrir hvort Lárus hafi vísvitandi beitt hann blekkingum, en það hafi ekki verið nægilega rannskakað. Þá átelur dómurinn að ekki hafi verið tiltekið nákvæmlega í ákæru hvaða gögn Gunnar Örn hefði átt að kanna betur, hversu oft og hvenær á því níu ára tímabili sem fjárdrátturinn átti sér stað. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir Hæstarétt hafa gengið heldur lengra en kröfur gengu út á með því að vísa málinu á hendur Gunnar Erni frá í stað þess að vísa því aftur í Héraðsdóm. "Til er í dæminu að málið fari af stað aftur með þá aukinni rannsókn í samræmi við það sem fram kemur í dómi Hæstaréttar," sagði hann og kvað lög kveða á um að nokkurra mánaða frest ríkissaksóknara til að ákveða það. "Það verður farið yfir þessa hluti og afstaða tekin til þeirra." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hæstiréttur taldi slíka annmarka á rannsókn lögreglu á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur að ekki væri stætt á öðru en að vísa málinu frá dómi. Þá segir dómurinn verknaðarlýsingu í ákærunni á hendur Gunnari vera verulegum annmörkum háða. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórrson, fyrrum framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í júlí í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47, 6 milljóna króna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í nóvember Gunnar Örn. Þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Hæstiréttur segir ófært að leggja mat á hvort Gunnar hafi gætt góðrar endurskoðunarvenju í störfum sínum fyrir Tryggingasjóðinn án þess að liggi fyrir hvort Lárus hafi vísvitandi beitt hann blekkingum, en það hafi ekki verið nægilega rannskakað. Þá átelur dómurinn að ekki hafi verið tiltekið nákvæmlega í ákæru hvaða gögn Gunnar Örn hefði átt að kanna betur, hversu oft og hvenær á því níu ára tímabili sem fjárdrátturinn átti sér stað. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir Hæstarétt hafa gengið heldur lengra en kröfur gengu út á með því að vísa málinu á hendur Gunnar Erni frá í stað þess að vísa því aftur í Héraðsdóm. "Til er í dæminu að málið fari af stað aftur með þá aukinni rannsókn í samræmi við það sem fram kemur í dómi Hæstaréttar," sagði hann og kvað lög kveða á um að nokkurra mánaða frest ríkissaksóknara til að ákveða það. "Það verður farið yfir þessa hluti og afstaða tekin til þeirra."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira