Innlent

Forsætisráðherra til Noregs

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 13. til 15. maí. Tilefni heimsóknarinnar er meðal annars að nú eru 100 ár frá því Norðmenn öðluðust sjáflstæði og norska konungdæmið var endurreist. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fundi með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs. Auk þess munu forsætisráðherrahjónin verða, ásamt norsku forsætisráðherrahjónunum, viðstödd opnun tónlistarsýningar í Harðangri og tónleika Dmitri og Vladimir Ashkenazy auk fjölda annarra menningarviðburða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×