Gunnar velkominn í flokkinn 12. maí 2005 00:01 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira