Þingforseti kveður 11. maí 2005 00:01 Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Mörg mál bíða afgreiðslu og gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, starfshætti þingsins að umtalsefni. Hann sagði það ekki lengur í takt við tímann að ljúka þinghaldi í fyrri hluta maí og koma aftur saman í byrjun október ár hvert. Hann lagði til að þinghald stæði út júnímánuð ár hvert og hæfist aftur um miðjan september. "Þingið getur starfað í þremur lotum, að hausti og í tveimur lotum eftir áramót." Kristinn upplýsti að nú biðu um 30 frumvörp fyrstu umræðu, þar af fimm sem lögð voru fram fyrir áramót. 25 þessara frumvarpa komu fram fyrir meira en tveimur mánuðum og 65 umræður bíða. Kristinn segir þingmenn vilja fá þingmál sín rædd en til þess gefist ekki tími. "Það er ekki gott að stór og mikilvæg mál séu lögð seint fram og gefinn stuttur tími til umræðna og enn styttri tími til umfjöllunar í þingnefndum. Við þetta verður ekki unað lengur." Byndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, tók undir orð Kristins en gat þess að Rannveig Guðmundsdóttir hefði lagt fram tillögu um að þing stæði til 15. júní og kæmi aftur saman um miðjan september ár hvert. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, kvað fráleitt að miða þingstörfin við sauðburð að vori og göngur að hausti. Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, taldi brýnt að forðast endurflutning mála. Það mætti gera með því að halda málum vakandi milli þinga. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði að nú væru 126 þingsályktunartillögur óafgreiddar. Nauðsynlegt væri að breyta starfsháttum þingsins til að ná betri árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Sjá meira
Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Mörg mál bíða afgreiðslu og gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, starfshætti þingsins að umtalsefni. Hann sagði það ekki lengur í takt við tímann að ljúka þinghaldi í fyrri hluta maí og koma aftur saman í byrjun október ár hvert. Hann lagði til að þinghald stæði út júnímánuð ár hvert og hæfist aftur um miðjan september. "Þingið getur starfað í þremur lotum, að hausti og í tveimur lotum eftir áramót." Kristinn upplýsti að nú biðu um 30 frumvörp fyrstu umræðu, þar af fimm sem lögð voru fram fyrir áramót. 25 þessara frumvarpa komu fram fyrir meira en tveimur mánuðum og 65 umræður bíða. Kristinn segir þingmenn vilja fá þingmál sín rædd en til þess gefist ekki tími. "Það er ekki gott að stór og mikilvæg mál séu lögð seint fram og gefinn stuttur tími til umræðna og enn styttri tími til umfjöllunar í þingnefndum. Við þetta verður ekki unað lengur." Byndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, tók undir orð Kristins en gat þess að Rannveig Guðmundsdóttir hefði lagt fram tillögu um að þing stæði til 15. júní og kæmi aftur saman um miðjan september ár hvert. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, kvað fráleitt að miða þingstörfin við sauðburð að vori og göngur að hausti. Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, taldi brýnt að forðast endurflutning mála. Það mætti gera með því að halda málum vakandi milli þinga. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði að nú væru 126 þingsályktunartillögur óafgreiddar. Nauðsynlegt væri að breyta starfsháttum þingsins til að ná betri árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Sjá meira