Manhattan höfuðborgarinnar? 11. maí 2005 00:01 Kópavogsblað fylgir Mogganum í dag vegna 50 ára afmælis bæjarins. Mér datt í hug þegar ég skoðaði myndirnar í blaðinu hvort ekki mætti setja flugvöllinn niður í Smárann – það myndi enginn taka eftir honum innan um hraðbrautirnar. Blaðið er annars stórfyndið. Þarna er til dæmis viðtal við framkvæmdastjóra Smáralindar sem talar um "nýja miðborg með alþjóðlegum brag í Kópavogsdal" og "Manhattan höfuðborgarsvæðisins". Hér við hliðina á sjáið þið grilla í myndina sem fylgdi greininni. Á henni er verslunarmiðstöð sem lítur út eins og reðurstákn, þrjár stofnbrautir, endalaus bílastæði og svo nokkrar blokkir á stangli. Annars ætti ég ekki að tala illa um Kópavog. Afi minn er nefndur á nafn í blaðinu, hann var einn af stofnendum Kópavogs, sat í hreppsnefndinni fyrir svokallað Framfarafélag þar sem störfuðu einnig Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans. Saga þessa bæjarfélags er nokkuð merkileg; það byggðist að miklu leyti upp af vinstra fólki sem fékk ekki lóðir í ríki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. En skipulagið í Kópavogi hefur alltaf verið skelfilegt. --- --- --- Mogginn birti feikigóðan leiðara um stríðslokin á mánudaginn. Þar stóð meðal annars: "Sovétríkin kúguðu fólkið, sem býr í Eystrasaltsríkjunum. Forráðamenn Sovétríkjanna létu flytja fólk í stórum stíl frá þessum þremur löndum til Síberíu. Þeir kúguðu Pólverja og börðu niður byltingartilraun í Posnan 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Austur-Berlínar 1953. Þeir sendu skriðdreka út á götur Búdapest 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Prag 1968. Jan Palach er ekki gleymdur. Forystumenn Sovétríkjanna notuðu hernaðarmátt sinn til þess að kúga þær sömu þjóðir og þeir sögðust hafa frelsað undan oki nazismans. Það reyndist skammvinn frelsun. Það er kominn tími til að þessar gerðir forystusveitar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna verði gerðar upp. Það er kominn tími til að núverandi forystumenn Rússlands axli þá ábyrgð, sem forystumenn Þjóðverja hafa gert, viðurkenni kúgun og ofbeldi forvera sinna í Moskvu gagnvart nálægum þjóðum og biðjist afsökunar á því framferði." Þessi skrif munu hafa valdið miklum óróa í rússneska sendiráðinu. Þar var einmitt móttaka á mánudgskvöldið til að minnast stríðslokanna. Sendiherra Rússlands flutti ávarp og eyddi mestum tímanum í að hella sér yfir Morgunblaðið og söguskoðun þess. Sama kvöld hafði sendiherrann tínt til nokkuð af mannkostum Stalíns í sjónvarpsfréttum. Glöggir menn í boðinu þóttust taka eftir því að á veggjunum voru myndir af sendiherranum með pótintátum eins og Brésnev og Gromyko. --- --- --- Var það ætlun þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum að Gunnar Örlygsson tæki sig upp og gengi í Sjálfstæðisflokkinn um mitt kjörtímabil? Væri ekki miklu heiðarlegra af honum að gerast óháður þingmaður, sigla bara sinn sjó? Það er kannski dálítið erfitt og einmanalegt, en það er meiri reisn fólgin í því. Hvers væntir Gunnar að fá í Sjálfstæðisflokknum? --- --- --- Sæmundur Guðvinsson var eldri og reyndari kollega þegar ég var að byrja í blaðamennsku. Þetta var þegar öll blöðin nema Mogginn voru í Síðumúlanum, vissulega einkennilegt fyrirkomulag. Ég var á Tímanum, Sæmundur starfaði hinum megin við götuna á Vísi. Við vorum ekki nema málkunnugir, það var engin staður til að hittast þarna nema lítil sjoppa – en Sæmundur var maður sem við ungu strákarnir bárum virðingu fyrir úr fjarlægð. Síðar störfuðum við saman á Alþýðublaðinu og þar komst ég að því að Sæmundur var með kurteisustu og alúðlegustu mönnum. Hann vann ekki starf sitt með hávaða, en ég hef grun um að hann hafi verið kjölfestan í útgáfunni. Eftir þetta áttum við oft saman tal á förnum vegi; alltaf voru það ánægjuleg samskipti og uppörvandi. Sæmundur var jarðsettur í dag. Guð blessi minningu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Kópavogsblað fylgir Mogganum í dag vegna 50 ára afmælis bæjarins. Mér datt í hug þegar ég skoðaði myndirnar í blaðinu hvort ekki mætti setja flugvöllinn niður í Smárann – það myndi enginn taka eftir honum innan um hraðbrautirnar. Blaðið er annars stórfyndið. Þarna er til dæmis viðtal við framkvæmdastjóra Smáralindar sem talar um "nýja miðborg með alþjóðlegum brag í Kópavogsdal" og "Manhattan höfuðborgarsvæðisins". Hér við hliðina á sjáið þið grilla í myndina sem fylgdi greininni. Á henni er verslunarmiðstöð sem lítur út eins og reðurstákn, þrjár stofnbrautir, endalaus bílastæði og svo nokkrar blokkir á stangli. Annars ætti ég ekki að tala illa um Kópavog. Afi minn er nefndur á nafn í blaðinu, hann var einn af stofnendum Kópavogs, sat í hreppsnefndinni fyrir svokallað Framfarafélag þar sem störfuðu einnig Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, kona hans. Saga þessa bæjarfélags er nokkuð merkileg; það byggðist að miklu leyti upp af vinstra fólki sem fékk ekki lóðir í ríki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. En skipulagið í Kópavogi hefur alltaf verið skelfilegt. --- --- --- Mogginn birti feikigóðan leiðara um stríðslokin á mánudaginn. Þar stóð meðal annars: "Sovétríkin kúguðu fólkið, sem býr í Eystrasaltsríkjunum. Forráðamenn Sovétríkjanna létu flytja fólk í stórum stíl frá þessum þremur löndum til Síberíu. Þeir kúguðu Pólverja og börðu niður byltingartilraun í Posnan 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Austur-Berlínar 1953. Þeir sendu skriðdreka út á götur Búdapest 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Prag 1968. Jan Palach er ekki gleymdur. Forystumenn Sovétríkjanna notuðu hernaðarmátt sinn til þess að kúga þær sömu þjóðir og þeir sögðust hafa frelsað undan oki nazismans. Það reyndist skammvinn frelsun. Það er kominn tími til að þessar gerðir forystusveitar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna verði gerðar upp. Það er kominn tími til að núverandi forystumenn Rússlands axli þá ábyrgð, sem forystumenn Þjóðverja hafa gert, viðurkenni kúgun og ofbeldi forvera sinna í Moskvu gagnvart nálægum þjóðum og biðjist afsökunar á því framferði." Þessi skrif munu hafa valdið miklum óróa í rússneska sendiráðinu. Þar var einmitt móttaka á mánudgskvöldið til að minnast stríðslokanna. Sendiherra Rússlands flutti ávarp og eyddi mestum tímanum í að hella sér yfir Morgunblaðið og söguskoðun þess. Sama kvöld hafði sendiherrann tínt til nokkuð af mannkostum Stalíns í sjónvarpsfréttum. Glöggir menn í boðinu þóttust taka eftir því að á veggjunum voru myndir af sendiherranum með pótintátum eins og Brésnev og Gromyko. --- --- --- Var það ætlun þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum að Gunnar Örlygsson tæki sig upp og gengi í Sjálfstæðisflokkinn um mitt kjörtímabil? Væri ekki miklu heiðarlegra af honum að gerast óháður þingmaður, sigla bara sinn sjó? Það er kannski dálítið erfitt og einmanalegt, en það er meiri reisn fólgin í því. Hvers væntir Gunnar að fá í Sjálfstæðisflokknum? --- --- --- Sæmundur Guðvinsson var eldri og reyndari kollega þegar ég var að byrja í blaðamennsku. Þetta var þegar öll blöðin nema Mogginn voru í Síðumúlanum, vissulega einkennilegt fyrirkomulag. Ég var á Tímanum, Sæmundur starfaði hinum megin við götuna á Vísi. Við vorum ekki nema málkunnugir, það var engin staður til að hittast þarna nema lítil sjoppa – en Sæmundur var maður sem við ungu strákarnir bárum virðingu fyrir úr fjarlægð. Síðar störfuðum við saman á Alþýðublaðinu og þar komst ég að því að Sæmundur var með kurteisustu og alúðlegustu mönnum. Hann vann ekki starf sitt með hávaða, en ég hef grun um að hann hafi verið kjölfestan í útgáfunni. Eftir þetta áttum við oft saman tal á förnum vegi; alltaf voru það ánægjuleg samskipti og uppörvandi. Sæmundur var jarðsettur í dag. Guð blessi minningu hans.