Innlent

Krafa á ríkið vegna þjóðlendumála

Fjöldi hreppa á Suðurlandi krefur ríkið um milljónir króna í kostnað vegna þjóðlendumála. Þrátt fyrir að þeir hafi sýnt fram á tiltekinn kostnað vegna lögfræðiaðstoðar úrskurðaði óbyggðanefnd að sá kostnaður væri mun lægri. Fyrirtaka var í fimm málum sem sveitarfélög á Suðurlandi og Prestssetrasjóður höfða gegn íslenska ríkinu í kjölfar úrskurða óbyggðanefndar um þjóðlendur. Málin eru öll sprottin af því sama og snúast um viðurkenningu á eignarrétti lands. Í öllum málunum eru einnig kröfur um viðurkenningu á kostnaði sem hrepparnir hafa sannanlega lagt í vegna varna í málinu en þeir áttu ekki annarra kosta völ en taka til varna. Þegar óbyggðanefnd úrskurðaði í málum þeirra úrskurðaði hún einnig um málskostnað. Í öllum tilfellum úrskurðaði nefndin mun lægri fjárhæð en lögð hafði verið út. Sem dæmi má nefna að í máli Skeiða- og Gnúpverjahrepps sýndu hrepparnir fram á að hafa greitt tæplega 5,5 milljón króna í lögfræðikostnað. Óbyggðanefnd úrskurðaði hins vegar að málskostnaður skyldi vera liðlega 2,2 milljónir og munar þar u.þ.b. 3,2 milljónum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×