Stjórnin næði ekki meirihluta 10. maí 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 36,2 prósent af þeim sem gáfu upp hvað þeir myndu kjósa sögðust myndu kjósa þann flokk. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá 23 þingmenn, einum fleiri en þeir hafa nú. Ef úrslit kosninga færu eins og könnunin myndu stjórnarflokkarnir þó ekki ná að halda meirihluta sínum, því einungis 9,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Með slíkt fylgi fengi flokkurinn sex þingmenn, sem er helmingurinn af fjölda framsóknarþingmanna nú. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því 29 þingmenn af 63. Framsóknarflokkurinn réttir þó aðeins hlut sinn frá síðustu könnun, þegar átta prósent sögðust myndu kjósa flokkinn, sem gerir fimm þingmenn. Samfylkingin er samkvæmt könnuninni næst stærsti flokkurinn, eftir að hafa mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum Fréttablaðsins síðan í nóvember á síðasta ári. 34 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinguna og fengi flokkurinn samkvæmt því 22 þingmenn. Þingmenn Samfylkingarinnar eru 20 nú. Vinstri grænir eru á svipuðu róli og í síðustu könnun Fréttablaðsins, hafa stuðning 14,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu, sem gerir níu þingmenn. Frjálslyndir dala nokkuð frá síðustu könnun og segjast 4,7 prósent styðja þann flokk. Hringt var í 800 manns 8. maí, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 53,3 prósent tók afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 36,2 prósent af þeim sem gáfu upp hvað þeir myndu kjósa sögðust myndu kjósa þann flokk. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá 23 þingmenn, einum fleiri en þeir hafa nú. Ef úrslit kosninga færu eins og könnunin myndu stjórnarflokkarnir þó ekki ná að halda meirihluta sínum, því einungis 9,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Með slíkt fylgi fengi flokkurinn sex þingmenn, sem er helmingurinn af fjölda framsóknarþingmanna nú. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því 29 þingmenn af 63. Framsóknarflokkurinn réttir þó aðeins hlut sinn frá síðustu könnun, þegar átta prósent sögðust myndu kjósa flokkinn, sem gerir fimm þingmenn. Samfylkingin er samkvæmt könnuninni næst stærsti flokkurinn, eftir að hafa mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum Fréttablaðsins síðan í nóvember á síðasta ári. 34 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinguna og fengi flokkurinn samkvæmt því 22 þingmenn. Þingmenn Samfylkingarinnar eru 20 nú. Vinstri grænir eru á svipuðu róli og í síðustu könnun Fréttablaðsins, hafa stuðning 14,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu, sem gerir níu þingmenn. Frjálslyndir dala nokkuð frá síðustu könnun og segjast 4,7 prósent styðja þann flokk. Hringt var í 800 manns 8. maí, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 53,3 prósent tók afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Sjá meira