Innlent

Vantalið í svari utanríkisráðherra

Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili. Eiríkur segir að ekki megi blanda saman tilskipunum, reglugerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins. Tilskipanirnar séu þýðingarmestar og EFTA-ríkin taki meirihlutann af þeim upp. Þá hafi í svarinu ekki verið tekið tilllit til um 1500 lagagreina í sjálfum EES-samningnum. "Í þetta vantar sem dæmi 250 blaðsíður af reglugerðum frá árinu 1998. Þar við bætist, að ekkert tillit virðist tekið til Schengen- og Dyflinnar samkomulagsins. Eftir stendur að EFTA löndin taka upp nær allar tilskipanir sem gilda um innri markaðinn svonefnda. Lagarammi Íslands og ESB er í raun orðinn það líkur vegna EES samningsins að þörfin á breytingum vegna tilskipana ESB fer minnkandi," segir Eiríkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×