Innlent

Tekinn með nammi

Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. Maðurinn bauðst til að borga toll af sælgætinu en það stóð ekki til boða heldur var fengurinn gerður upptækur og manninum rétt 7.500 króna sekt í staðinn. Undi hann því ekki og dró einnig í efa að rétt væri vigtað. Hann bíður þess því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir Héraðsdómi Austurlands 30. maí næstkomandi. - j



Fleiri fréttir

Sjá meira


×