Innlent

Ölvun helsta ástæða endurkrafna

Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan. Í langflestum tilfellum, eða í 74 prósentum tilfella, var ástæðan ölvunarakstur. Heildarfjárhæð endurkrafna á síðasta ári var 48 milljónir króna. Hæsta krafan nam 2,5 milljónum króna og sú næsta tveimur milljónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×