Innlent

Flugþjónustan hafi brotið lög

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli braut gegn samkeppnislögum þegar hún gerði samning við flugfélagið LTU/International Airways. Þetta er samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar sem var birtur í morgun. Í úrskurðarorði segir að Flugþjónustunni sé óheimilt að gera eða framkvæma samninga um flugafgreiðslu vegna farþegaflugs á flugvellinunum sem feli í sér einkakaup á þeirri þjónstu félagsins og selja þá þjónustu á verði sem ekki stendur undir föstum og breytilegum kostnaði við hverja afgreiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×