Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag 8. maí 2005 00:01 Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Sjá meira