Innlent

Komu Bush mótmælt í Amsterdam

Þúsundir komu saman í Amsterdam og öðrum borgum Hollands í dag til að mótmæla heimsókn George Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann kom til landsins frá Lettlandi undir kvöld. Hollenskum mótmælendum finnst skjóta skökku við að yfirmaður innrásarhers í Írak minnist loka heimsstyrjaldarinnar seinni með yfirreið um Evrópu. Í Lettlandi sat Bush ráðstefnu Eystrasaltsríkjanna um lýðræðisþróun í ríkjunum frá því að þau hlutu sjálfstæði frá Sovétríkjunum sálugu. Frá Hollandi heldur Bush til Rússlands og Georgíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×